Færsluflokkur: Dægurmál

Alveg dæmigert

Það er komið að því! Nú ætla bankarnir að fara að spara, reka lægst launaða fólkið fyrst, en topparnir halda sennilega sínu. Þeir hafa jú grætt svo mikið fyrir bankana, á meðan að fólkið sem svara kúnnanum er rekið þegar á brattann sækir. Enda ekkert á innlendum bankaviðskiptum að græða, allur ofurgróðinn kom að utan, eða hvað.

Held að þetta sé byrjunin á svakalegri skriðu uppsagna í þessum geira, því miður.


mbl.is Uppsagnir í þjónustuveri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var nú skemmtilegt!!

Alger skemmtun þessi leikur. Hef ekki vitað það betra í langan tíma! Til hamingju Hólmarar, þið áttuð þennan sigur skilinn, og úr því þið kláruðuð þetta þá er titillinn á leiðinni vestur. Glæsibragur.
mbl.is Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sögðu Frjálslyndir?

Það hefur allt ræst sem Frjálslyndi flokkurinn varaði við vegna óhefts og óskoðaðs straums erlends fólks til landsins. Frjálslyndir fagna öllum sem hingað vilja koma, en vilja þó að fólk geri grein fyrir sér og að við höfum einhverja möguleika á að skoða hvaða fólk þetta er. Ég er alveg sammála. Sem sjálfstæð þjóð eigum við að gera það, hreinlega verðum. Annars fer allt í bál og brand.

Ég hef unnið með fólki af mörgum þjóðernum, Tyrkjum, Dönum, Norðmönnum, Svíum, Pólverjum, Suður Afríkönum o.fl. Allt það fólk hefur reynst vel bæði sem vinnufélagar og sem manneskjur. Það er enginn rasismi fólginn í því að vilja vita hvaða fólki maður er að vinna með, veri það morðingjar eða músikmenn. Maður verður bara að geta treyst einhverju í þessum málum. Þá verðum við að skoða hvaða fólk þetta er og bjóða þá sem vilja koma velkomna, en hafna þeim sem eru að flýja lögregluyfirvöld vegna glæpa. Eða hvað?


mbl.is Hefur ekki gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til aðgerða

Hryllilegt að vita til þess að á hinu háa alþingi geti menn verið að karpa um þessi mál, þ.e. hvað á að gera, hvenær á að byrja og hver borgar fyrir tvöföldun suðurlandsvegar. Síðast í gær voru þeir að karpa um þetta á þinginu, Mr. Möller samgönguráðherra og Bjarni Harðar, þingmaður. Mér skildist á þeirri umræðu að vegurinn ætti að verða klár árið 2011!

Finnst þeim það í lagi?! Það verður að byrja strax, það er ekki ásættanlegt að fólk sé að limlestast og deyja á þessum hrikalegu vegum.


mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hleypir spennu í þetta aftur..

Flott hjá Boro. Nú verður þetta spennandi til loka, Chelsea og Gunners á hælunum á Manu. Svona á þetta að vera!
mbl.is Ferguson: Gátum tapað og gátum unnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerði þessi maður fyrir Eimskip?

Algerlega fáránlegir samningar sem menn eru að gera við þessa gæja! Hvað geta menn hugsanlega haft til brunns að bera til að verðskulda svona greiðslur? Mér finnst þetta algerlega út í hött, ógeðslegt í versta falli. +Eg starfaði hjá Eimu í denn, fékk ekkert þegar ég hætti, og var þó ekki rekinn, bara óbreyttur stýrimaður sem ekkert hafði gert til að verðskulda þó ekki væri nema þúsundkall! Sennilega var ég svona hryllilega lélegur starfsmaður, veit ekki...
mbl.is Eimskip kaupir hlutabréf af fyrrverandi forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurlandsvegurinn er ein stórhætta

Var á ferðinni þarna 5 mínútum áður en slysið varð. Krap og hálka hefur sennilega verið orsökin, eða afleiðingin af krapi og hálku varð umferðarslys! Það verður svo mikil bót fyrir okkur sem keyrum þetta mörgum sinnum í viku, að vita að hverfandi líkur verða á að fá einhvern óheppinn framan á sig á þessari leið. Tvöföldunin verður stærsta framfaraskref sunnlendinga í áraraðir og löngu tímabær.
mbl.is Umferð komin í eðlilegt horf við Sandskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri Mugiboogie..

Verð nú alveg að segja að þetta er ekki tónlist sem ég digga... en gott að það eru til aurar svo þau geti haldið áfram að reyna að búa eitthvað skemmtilegt til úr gutlinu.
mbl.is Tæpum tíu milljónum úthlutað til tónlistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á eftir að verða fínt, er það ekki?

Ég held að þegar þetta risamannvirki á landeyskan mælikvarða verður klárt og ferjan farin að ganga, þá sjái eyjamenn af hverju þeir hafa verið að missa! Suðurlandið, Landeyjarnar og Rangárþing eru áhugaverð svæði með mikla sögu, og sæmilegar sjoppur. Nú er bara tekin hraðferðin um Þorlákshöfn og ekkert stoppað! Allir eyjamenn velkomnir á Hvolsvöll og nágrenni.. haha
mbl.is Lagafrumvarp um Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar!!!!

Loksins loksins... nú getur maður glaðst aftur og vonað að þetta gerist aftur og aftur og aftur og aftur. Nú er bara að taka Púllarana og rasskella þá þrisvar sinnum, hlutur sem hefur gerst áður!

Gísli Torfi þarf að taka fram snýtubréfin, hafa þau klár og vona að hann þurfi ekki að nota þau... hlakka til


mbl.is Wenger: Man ekki eftir betri endurkomu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Friðrik Höskuldsson
Friðrik Höskuldsson
Áhugamaður um Ísland og íslendinga, sullari að atvinnu sem hangi í vinnunni...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband