Kominn tími til aðgerða

Hryllilegt að vita til þess að á hinu háa alþingi geti menn verið að karpa um þessi mál, þ.e. hvað á að gera, hvenær á að byrja og hver borgar fyrir tvöföldun suðurlandsvegar. Síðast í gær voru þeir að karpa um þetta á þinginu, Mr. Möller samgönguráðherra og Bjarni Harðar, þingmaður. Mér skildist á þeirri umræðu að vegurinn ætti að verða klár árið 2011!

Finnst þeim það í lagi?! Það verður að byrja strax, það er ekki ásættanlegt að fólk sé að limlestast og deyja á þessum hrikalegu vegum.


mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að fyrstu aðferðir séu að lækka hámarkshraða úr 90 niður í 70 á þeim vegum þar sem slysatíðni er hæst.

Marinó G. Njálsson, 11.4.2008 kl. 10:06

2 identicon

fólk gæti líka prófað að keyra eftir aðstæðum í staðin fyrir að kenna aðstæðunum um.

oli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Ómar Pétursson

Ég ætla ekki að dæma um þetta slys, en því miður þá skiptir ekki máli þó svo að hámarkshraði sé lækkaður, það fara allt of fáir eftir því.

Ég keyri mikið og stilli gjarnan "krúsið" á 90 og það er ferlegt til þess að hugsa, hversu margi þjóta framúr og við hvaða aðstæður sem er, jafnvel á blindhæð.

Það er ekki lang síðan að ég sá í speglinum bíl nálgast og ég var búinn að sjá annan framan við mig.  Það kemur blindhæð og þessi sem var að draga mig uppi ætlaði að skella sér framúr.  Ég gaf honum öfugt stefnuljós og hann hætti við.  Þegar við mættum hinum bílnum á miðri hæðinni, held ég að honum hafi brugðið, að minsta kosti þakkaði hann fyrir sig, þegar ég hleypti honum framúr skömmu síðar.  Vonandi hefur hann lært eitthvað af þessu.

Ég er ekki að segja að ekki sé vanþörf á að breikka vegi og betrumbæta, en það þyrfti líka verulega að betrumbæta hugarfar margra í umferðinni.

Kveðja

Ómar Pétursson, 11.4.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Marínó.

Heldur þú virkilega að það sé einhver lausn?

Mikil er trú þín maður.

ÞAð er niðurfærður ha´markshraði á þeim köflum, sem eru hvað hættulegastir á Keflavíkurveginum, þrátt fyrir það eru slysin enn mjög alvarleg.  Menn fara ekki neðar en 90 nema undir ströngu eftirliti.

Hér er ekkert annað að gera en að gera grín að mannvitsbrekkunum á hinu háa Alþingi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bjarni, þú varst nú skynsamur maður í þínum verslunarrekstri á Tálknafirði í gamla daga og varst ekkert að kaupa meira inn en þorpið bar.  Þannig er það líka með aksturshraða, ef menn sýna skynsemi og haga akstri þannig að þeir ráði við ökutækið, þá fer ekki illa.  Um leið og hraðinn verður meiri en geta ökumannins segir til um miðað við akstursaðstæður, þá verða slysin.  Þetta er einfalt.  Það getur verið að efla þurfi löggæslu og bæta umferðarmannvirkin, en ábyrgðin er hjá bílstjórunum.

Ég votta aðstandendum bílstjórans á sendibílnum samúð mína. 

Marinó G. Njálsson, 11.4.2008 kl. 11:49

6 identicon

Akkúrat, keyra eftir aðstæðum, en það hjálpar ekki að lækka hraðann niður í 70, það gerir ekkert nema að auka hættuna.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Gísli Torfi

Svo má bæta við innlegg hér að Jarðvélar sem sáu um að gera Reykjanesbrautina fóru á hausinn vegna þess að stjórnendur þar á bæ gerðu svo mikið af mistökum ( td að ráðfæra sig ekki við mjög reynda menn sem störfuðu í fyrirtækinu ) 

en tvöföldun suðurlandsbrautar   já  takk

Gísli Torfi, 12.4.2008 kl. 07:15

8 Smámynd: Gísli Torfi

ps... Búinn að ná þér Frikki minn eftir 4-2 ( hefði ekki boðið í að vera að horfa á þessa leiki með þér )

Gísli Torfi, 12.4.2008 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Friðrik Höskuldsson
Friðrik Höskuldsson
Áhugamaður um Ísland og íslendinga, sullari að atvinnu sem hangi í vinnunni...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 435

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband