Flottur tappi!

Gangi þér vel í vetur, þú átt skilið toppárangur eftir alla eljusemina við íþróttina. Stolt Íslands, sverð og skjöldur.
mbl.is Eiður Smári með tvö gegn Hibernian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég líka...

Held að það megi mikið gerast áður en trú mín á þessum fyrirtækjum verður söm og hún var. Þetta voru okkar "mjólkurkýr" fyrir skemmstu, en nú heyrast raddir um yfirtöku ríkisins á þeim. Það er eitthvað bogið við þetta allt. Mín skoðun.
mbl.is Markaðurinn hefur vantrú á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki hægt, eða hvað?

Getum við virkilega lokað aðgengi að fjörum landsins, jafnvel þó að ferðalangar fari sér að voða í flæðarmálinu? Það er aldrei hægt að byrgja þennan brunn svo að enginn verði í hættu, fólk þarf einfaldlega að vara sig á hættunum og kunna að umgangast móðir náttúru.

Eða hvað?


mbl.is Reynisfjöru mögulega lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar!!

Það er alveg grátlegt að horfa uppá svona hrokabull. Þegar mannréttindadómstóllinn er búinn að dæma þig, hvað er þá eftir?

Ég er alinn upp í faðmi þeirra tveggja manna sem málið snýr að, og ég er svo stoltur af þeim fyrir baráttuna og þrekið sem þeir sýna okkur hinum. Þessir menn kenndu mér að vinnan göfgar manninn, og að þú átt að gera allt sem þú getur til að verða betri með hverju verki.

Ég er endalaust stoltur af þeim og stend með þeim í þeirra baráttu, alveg eins og þeir stóðu með mér og komu mér til manns á sínum tíma. Og enn bý ég að því!

 Áfram veginn, "rauði graði rugguhestur" og captain Ö.


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynleg æfing og gagnleg

Fyrir hönd okkar gæslumanna sem komum þarna austur; kærar þakkir fyrir frábærar móttökur og góða æfingu og kynningu. Okkar starf er allt léttara, markvissara og öruggara ef viðbragðsaðilar á "hinum endanum" hafa þekkingu og þor til að taka á móti okkur og vinna með okkur.

Takk fyrir okkur


mbl.is Viðbrögð æfð í Rangárvallasýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegt

Gaman verður að fylgjast með hvort einhver geti útskýrt þetta fyrirbæri. Þetta er ansi hreint mikið flóð sem þarna hefur orðið.
mbl.is Einkennileg hegðun hafsins við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupið "úti á landi!"

Reyndar finnst mér Reykjavík vera úti á landi, en ef þið getið, endilega kaupið úti á Íslandi ef þið þurfið ekki að búa í Reykjavík. Það er líf utan höfuðborgarsvæðisins, og það er ekki "úti á landi" sem verðið á húsnæði er orðið hryggilega hátt. Þar geta fjölskyldur fengið húsnæði á sanngjörnu, og viðráðanlegu verði. Svo er meira að segja hægt að fá þar vinnu líka. Hugsa sér.

Íbúðalánasjóður lánar 80%, og ef einbýlishúsið kostar 20 millur, þá er ekki þörf á stórvægilegri milligjöf, eða hvað?


mbl.is Kaupsamningum fækkar um 61,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti þorskurinn er ekki enn veiddur..

Gleðilegt að heyra, vonandi verður framhald á þessu. Þó að kvótinn sé kannski ekki nema brot af því sem hann ætti að vera. Til lukku, norðaustanmenn, þarna koma mótvægisaðgerðirnar sterkast fram því nú fæst eitthvað fyrir tittina eftir að krónan eyðilagðist.. er það ekki?
mbl.is Mokveiði í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Friðrik Höskuldsson
Friðrik Höskuldsson
Áhugamaður um Ísland og íslendinga, sullari að atvinnu sem hangi í vinnunni...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband