4.11.2008 | 16:28
Þetta hlýtur að jaðra við vanhæfni
Hvernig geta menn leift sér svona brjálæði, að ég tali ekki um hvers konar fyrirtæki skuldsetja starfsfólk sitt svona? Maður veit ekki hvort á að gráta eða hlæja að þessu. Sennilega er best að hlæja því að slík er firring þessa fólks.
Nú þarfsennilega að gera allt þetta fólk gjaldþrota, með okkur hinum sem getum ekki lengur greitt af aumum húsnæðilánum okkar, sem þó eru ekki í milljörðum talið á hvert heimili. Ha?
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta jaðrar ekki við vanhæfni, ÞETTA ER VANHÆFNI!
Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 16:48
Jaðra við? Þú tekur vægt til orða! Rétt hjá þér að gjaldþrotin eru það sem blasir við. Slík hefur vanhæfnin verið og hún jókst eftir því sem nálgaðist toppana í bönkunum.
Ólafur Þórðarson, 4.11.2008 kl. 16:48
Hér er ég ekki sammála. Það er regin munur á að taka lán til húsakaupa eða fara í áhættufjárfestingu sem hlutabréfakaup með lánsfé eru í eðli sínu.
Haffi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:48
Því miður munu þessir villimenn ekki fara í gjaldþrot. Þeir eru með allt í ehf og hlutafélagið þeirra fer í þrot enn þeir sleppa.
óskar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:01
Verið nú ekki svona dómharðir, þetta er hámenntað lið sem verður að dauðhreinsa af fjárhagslegum ávirðingum svo það geti haldið áfram að vera þotulið í bönkunum undir verndarvæng Geira gungu og Ceaucescu Oddssonar. Fara varlega í að dæma sauðasaklaust fólk!
corvus corax, 4.11.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.