10.10.2008 | 12:44
Það eru ekki allir tjallar tjúllaðir
Held að við ættum að skoða það alvarlega að hengja eina orðu í brjóstið á þessum blaðamanni. Loksins kom að því að einhver vaknaði af dvalanum og sá hvað virkilega hefur verið hér að gerast, þ.e. misvitrir fjárglæframenn og óhæft eftirlit hefur komið okkur í þessa stöðu. Ásamt öðru.
Blaðamaður FT stendur með Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í alþjóðlegri umræðu er ekki möguleiki að skilja á milli "Íslendinga" og "íslenskra fjárglæframanna". Bara orðið Iceland er nóg. Og ekki gleyma að við Íslendingar vorum stoltir af fjárglæframönnunum og studdum þá meðan þeir söfnuðu skuldaböggunum, sem við getum ekki lengur borið.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:09
Aldrei hef ég stutt þessa jakkakalla, og flutti m.a. af landi brott vegna þess að ég taldi að þessi framsókn kunni ekki góðri lukku að stýra. Það sem þessi tiltekni blaðamaður segir er nákvæmlega það sem málið er.
"að Ísland sé gjaldþrota ríki sem hefur þjáðst vegna ófyrirleitinna bankamanna, óhæfra eftirlitsaðila og eftirlátssamra stjórnmálamanna."
Einmitt það sem ég hugsaði, hvar var eftirlitið? Og hvar voru stjórnmálamennirnir? Hafa þessir menn ekki verið áskrifendur af launum sínum alltof lengi.
Birkir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:16
Viðkvæmt ástand.
Þurfum að huga að því fólki sem á mikið erfitt þessa dagana.
Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.