Kaupið "úti á landi!"

Reyndar finnst mér Reykjavík vera úti á landi, en ef þið getið, endilega kaupið úti á Íslandi ef þið þurfið ekki að búa í Reykjavík. Það er líf utan höfuðborgarsvæðisins, og það er ekki "úti á landi" sem verðið á húsnæði er orðið hryggilega hátt. Þar geta fjölskyldur fengið húsnæði á sanngjörnu, og viðráðanlegu verði. Svo er meira að segja hægt að fá þar vinnu líka. Hugsa sér.

Íbúðalánasjóður lánar 80%, og ef einbýlishúsið kostar 20 millur, þá er ekki þörf á stórvægilegri milligjöf, eða hvað?


mbl.is Kaupsamningum fækkar um 61,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

ég er alveg sammála því, það er líf utan RVK, ég ólst upp fyrir Austan en bý í RVK nuna, en býst við því að flytja aftur út á land einn daginn.

 Það er samt eitt vandamál, fasteigna verð út á landi á það til að standa í stað og á meðan efnahagslífið er eins og það er í dag á Íslandi þá myndi ég ekki mæla með því að taka lán sem hækkar og hækkar en fasteignaverðið helst það sama.. jafnvel lækkar.

 T.d. þá ákvað ég að kaupa mínu fyrstu íbúð í RVK fyrir tveimur árum þegar þessi 100% lán komu, lánið hefur núna hækkað um 1,5m kr en fasteigna verðið á íbúðinni hefur einnig hækkað aftur á móti ef ég væri fyrir Austan t.d. þá væri ég kominn í skuldarfangelsi og "í ruglinu".

Verðtrygging og verðbólga.. yndislegir hlutir

kv.

GKA 

GKA (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Friðrik Höskuldsson
Friðrik Höskuldsson
Áhugamaður um Ísland og íslendinga, sullari að atvinnu sem hangi í vinnunni...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband