Færsluflokkur: Dægurmál

Enn minna upp í skuldir heimila

Þetta er engin stórfrétt, enda vitað nú að eignir bankanna voru ekki eignir heldur svik og prettir misyndismanna í jakkafötum og blankskóm. En, ef bankarnir áttu aldrei neitt, þá hefur komið á daginn að heimilin áttu enn minna, og eru á þráðbeinni leið á hausinn. Einhver sagði reyndar í Silfri Egils í gær að það væri kannski ágæt leið fyrir fólkið, þ.e. að láta gera sig upp. Skrítið, en sennilega satt.
mbl.is Lítið fáist upp í skuldir bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú neita ég að borga meira!

Ég er að fara kollhnís í mínum fjármálum! Hef aldrei lent í því á mínum fullorðinsárum að geta ekki greitt af mínum skuldbindingum fyrr en nú, og svo fær maður svona fréttir. Þetta, auk fréttanna af niðurfellingu skulda útvaldra aðila innan bankakerfisins kalla á blóð, og það strax!
mbl.is Veðjuðu á veikingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stattu þig strákur!

Flott hjá þér Finnur. Nú er nefnilega ekki tíminn til að maka krókinn, og ég held að þetta góða fordæmi eigi eftir að mælast vel fyrir. Fínt að við skulum enn eiga menn sem vilja takast á hendur gífurlega ábyrgð, og þiggja sanngjörn laun fyrir. Þeir sem þarna stjórnuðu áður virðast hafa TEKIÐ sér stjarnfræðileg laun, og ENGA ábyrgð! Ég og aðrir venjulegir þegnar þessa lands er að fara að borga fyrir ábyrgðalausa gróðahyggju og mannvonskustefnu þessara manna. Börnin mín líka.

Góðar fréttir Finnur, góðar fréttir.


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar!

Eigum við virkilega að bjóða þessum skriplum hinn vangann! Ég er á mörkunum með að segja upp enska boltanum, svo þetta! Ég skil ekki þessi peningamál, skil bara ekki.

Þeir settu okkur í hryðjuverkakategoríu, og við segjum jamm. The money is there, isnt it!

Tvískinnungur.

 

 

 

 

 

 


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ekki beint góð frétt í dag!

Ef að þetta er virkilega hegðun þessara einstaklinga sem þjóðin hefur alið, fer ég fram á að þetta fólk verði gert ábyrgt gerða sinna, flutt heim í járnum bara til að hægt sé að svipta það ríkisborgararétti og senda það úr landi aftur. Ég verð algerlega brjálaður að sjá svona drullumall, og skammast mín fyrir þetta fólk. Ekkert skrítið að við séum illa liðin sem þjóð í dag, ef að svona fólk hefur verið andlit okkar útávið um árabil. ÖMURLEGT!
mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru ekki allir tjallar tjúllaðir

Held að við ættum að skoða það alvarlega að hengja eina orðu í brjóstið á þessum blaðamanni. Loksins kom að því að einhver vaknaði af dvalanum og sá hvað virkilega hefur verið hér að gerast, þ.e. misvitrir fjárglæframenn og óhæft eftirlit hefur komið okkur í þessa stöðu. Ásamt öðru.
mbl.is Blaðamaður FT stendur með Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin

Það veitir ekki af lífs og vonargeisla í hjörtu okkar. Komdu sem oftast.
mbl.is Yoko Ono komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld!

Nú erum við að tala saman, jafnvel dansa! Það er ekki öruggt að verðbréf eða útrásargróði blívi. En, Köffelagið verður þarna áfram, um aldur og alla stund. Og ekki sakar sveiflan hans Geirmundar, var það ekki uppsveifla?
mbl.is Taka peninga úr bönkum og leggja í kaupfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppáhaldið mitt

Vonandi slapp hann ódrukkinn og lítið skaddaður úr þessum bruna, besti leikari EVER! (not)

 


mbl.is Nick Nolte slapp út úr brennandi húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar sameinumst, brennuvargana út!

Alveg makalaust. Pabbi, rauður í gegn. Hann fylltist eldmóð við orð Davíðs, áður lítilsvirts íhaldsmanns. En. ég gerði það það líka . sennilega þökk afmælisbarnsins P. og puttans á Össuri. Bæði Davíð og Össur fá hól vikunnar fyrir afdráttarlausra stefnu Íslands, Íslendingum í vil. Ég elska börnin mín. og þeir fá hrós fyrir að leggja þau ekki á fórnaraltari peningapólitíkurinnar, sem er sú versta tík sem þekkist!
mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Friðrik Höskuldsson
Friðrik Höskuldsson
Áhugamaður um Ísland og íslendinga, sullari að atvinnu sem hangi í vinnunni...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband